Skýrsla Greenpeace um frammistöðu framleiðanda raftækja
Orð dagsisn 23. september 2008
Nokia hefur náð afgerandi forystu í keppni Greenpeace um bestu umhverfisframmistöðu tölvu-, sjónvarps- og farsímaframleiðenda, en skýrsla um umhverfismál rafeindageirans, „Guide to Greener Electronics“, kom út í 9. sinn á dögunum. Frá því að skýrslan kom síðast út fyrir þremur mánuðum hefur Nokia bætt aðstöðu til móttöku á ónýtum rafeindatækjum á Indlandi, og er það aðalástæðan fyrir hækkandi einkunn fyrirtækisins. Nintendo situr hins vegar á botninum sem fyrr.
Greenpeace birtir umrædda skýrslu fjórum sinnum á ári. Að mati samtakanna hefur þessi útgáfa leitt til mikilla umbóta í umhverfismálum rafeindageirans. Þannig hafi Intel tilkynnt að hinir nýju Xeon 5400 örgjörvar verði búnir smárum (transistorum) úr hafnium, sem þýðir að þeir verða lausir við brómeruð eldvarnarefni. Þá tilkynnti Apple einnig fyrr í þessum mánuði að ný kynslóð af tónhlöðum (æpotum) fyrirtækisins verði laus við brómeruð eldvarnarefni, PVC og kvikasilfur.
Lesið fréttatilkynningu Greenpeace 16. september sl.,
skoðið frammistöðu einstakra framleiðenda nánar
og rifjið upp „Orð dagsins“ 26. júní 2008
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Skýrsla Greenpeace um frammistöðu framleiðanda raftækja“, Náttúran.is: Sept. 24, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/09/24/skyrsla-greenpeace-um-frammtstoou-framleioanda-raf/ [Skoðað:Dec. 8, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.