Borgarstjórn Reykjavíkur kynnti í dag „græn skref“, sem stigin verða í borginni á næstu misserum. M.a. fá ökumenn að leggja vistvænum bílum ókeypis í bílastæði borgarinnar. Á góðviðrisdögum verður Pósthússtræti meðfram Austurvelli gert að göngugötu. Fram kom á blaðamannafundi, sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, og Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, boðuðu í dag, að til standi að bæta þjónustu Strætó bs. með því að allar biðstöðvar strætisvagna fái eigið nafn sem birtist m.a. á ljósaskilti um borð í vögnum. Allar lykilbiðstöðvar munu birta rauntímaupplýsingar og greiðslumáti í strætó verður auðveldaður. Strætó fær oftar forgang í umferðinni á völdum stofnbrautum og reykvískir námsmenn fá ókeypis í strætó á haustmisseri 2007.
Birt:
April 12, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla í Reykjavík“, Náttúran.is: April 12, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/29/keypis-blasti-fyrir-vistvna-bla-reykjavk/ [Skoðað:Oct. 14, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 29, 2007
breytt: April 30, 2007

Messages: