Laugardaginn 8. ágúst verður hinn árlegi markaðsdagur Sólheima þar sem fram fer kynning og sala á lífrænt ræktuðu grænmeti frá Garðyrkjustöðinni Sunnu á Sólheimum ásamt ýmsu lífrænu góðgæti frá Engi, Hæðarenda og fleirum. Nærandi, hin nýja brauð- og matvinnsla Sólheima, mun einnig bjóða upp á ný bakað, lífrænt brauð og annað góðgæti. Markaðurinn er á Rauða torginu fyrir framan Verslunina Völu, listhús og í versluninni sjálfri.

Í skógræktarstöðinni Ölri verða ,,Reynidagar” þar sem reyniplöntur verða seldar með 35% afslætti. Leiðsögn um trjásafn Sólheima verður kl. 12:30 undir handleiðslu Særúnar Stefánsdóttur, forstöðukonu Ölurs.

Í kaffihúsinu Grænu Könnunni verður m.a. hægt að kaupa sér gómsæta framandi grænmetisrétti sem hinn rómaði kokkur Þórir Bergsson á Grænum Kosti framreiðir.Aðgangur er ókeypis og opnartímar eru kl. 12:00 – 18:00.

Myndin er af brokkolíhaus. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Aug. 4, 2009
Tilvitnun:
Pálín Dögg Helgadóttir „Lífrænn markaðsdagur á Sólheimum“, Náttúran.is: Aug. 4, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/08/04/lifraenn-markaosdagur-solheimum/ [Skoðað:July 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: