Í kartöflugarði Hildar HákonardótturMikilvægt er að hafa sáðskipti. Góð regla er að setja ekki niður kartöflur tvö ár í röð í sömu beðum, en þær taka gjarnan helminginn af garðplássinu. Svo er öðrum gróðri líka víxlað til að fá sem mesta fjölbreytni.

Plöntur hafa mismunandi næringarþarfir svo jörðin þreytist síður. Æskilegast er talið að hafa sömu plöntur aðeins fjórða hvert ár í sömu beðum, en það tekst ekki alltaf. Það hjálpar líka að hvíla beð þriðja hvert ár, ef pláss leyfir. Yfir beð, sem eru í hvíld, má breiða þykkt, dökkt plast svo illgresi nái ekki að spíra og fjölga sér.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. 

Ljósmynd.Kartöflugarður Hildar Hákonardóttur. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
July 4, 2014
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Sáðskipti og hvíld“, Náttúran.is: July 4, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2007/11/07/sskipti-og-hvld/ [Skoðað:July 13, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 7, 2007
breytt: July 4, 2014

Messages: