Í Neytendahorni Dr. Gunna sem birtist á vísir.is og í Fréttablaðinu var nýlega fjallað um það að verslunin Símabær, Hverafold 8-10 í Grafarvogi sé farin að taka við notuðum farsímum sem síðan eru endurunnir á staðnum. Eigandi Símabæs er Gylfi Gylfason sem hratt endurvinnslunni af stað eftir að kreppan skall á og símaæðið rann af landsmönnum.

Undanfarin ár hafa um 120 þúsund farsímar selst árlega en meðalendingartími farsíma eru 18 mánuðir. Gylfi tekur á móti öllum tegundum farsíma og hleðslutækja fyrir þá. Uppgerðir farsímar eru síðan seldir á 1.000 til 5.000 kr. í Símabæ. Gylfi segir ekkert fara til spillis. Þeir hlutir sem Gylfi getur ekki nýtt beint í uppgerð tæki sendir hann flokkað úr landi til frekari endurnýtingar.

Sjá greinina í Neytendahorni Dr. Gunna.
Sjá nánar á vef Símabæs.

Birt:
Feb. 17, 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „GSM endurvinnsla í Símabæ“, Náttúran.is: Feb. 17, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/02/17/gsm-endurvinnsla-i-simabae/ [Skoðað:Feb. 29, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 17, 2011

Messages: