Á morgun opnar í Sesseljuhúsi – Umhverfissetri að Sólheimum í Grímsnesi sýning undir yfirskriftinni „Hrein orka – betri heimur - sýning um endurnýjanlega orkugjafa“.

Sýningin fjallar um þá hreinu orku sem falin er í endurnýjanlegum orkugjöfum Jarðar. Þeir eru sólarorka, vindorka, vatnsorka, jarðvarmi, líforka og sjávarfalla- og ölduorka. Auk almennrar umfjöllunar er varpað ljósi á nýtingu þessara orkugjafa hérlendis og fyrirtækjum boðið að kynna sína starfsemi. Markmið sýningarinnar er fyrst og fremst að fræða almenning um endurnýjanlegar orkulindir, hver uppruni þeirra er og hvernig þær eru nýttar hér heima, sem og erlendis.

Sýningin er hluti af Menningarveislu Sólheima sem verður í allt sumar, sjá nánar á vef Sóheima solheimar.is. Aðgangur á alla atburði Menningarveislunnar er ókeypis og allir velkomnir.

Sýningarumsjón annaðist Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir forstöðumaður Sesseljuhúss.

Birt:
June 1, 2007
Tilvitnun:
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir „Hrein orka – betri heimur “, Náttúran.is: June 1, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/06/01/hrein-orka-betri-heimur/ [Skoðað:July 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 15, 2008

Messages: