Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir námskeiði fyrir bændur og búalið þar sem möguleikar á notkun lífrænna aukaafurða til nýrrar verðmætaframleiðslu er tekin fyrir.

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur átti sig á þeim verðmætum sem liggja í lífrænum aukaafurðum (s.s. heyafgangar, búfjáráburður, matarleifar, o.fl.) sem falla til á bújörðum og þekki helstu leiðir sem færar eru til að nýta þessar afurðir á sem hagkvæmastan og vistvænstan hátt í samræmi við aðstæður og tækni á hverjum stað. Á námskeiðinu verður gefið stutt yfirlit yfir helstu flokka lífrænna aukaafurða frá búrekstri og drepið á helstu nýtingarmöguleika og hagkvæmni hvers þeirra um sig. Stuðst verður við raunveruleg dæmi úr heimabyggð, sé þess kostur. Síðan kortleggja þátttakendur í grófum dráttum þær aukaafurðir sem falla til á viðkomandi býli og leggja drög að áætlun um hvernig best væri að nýta þær. Í lokin verður farið stuttlega yfir þær tillögur sem fram hafa komið á námskeiðinu.

Leiðbeinandi er Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur (MSc) og framkvæmdastjóri UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi.
Staður og stund: þri. 3. mars kl. 10:30-15:00  á Hvanneyri. Nánar um verð og skráningu á vef Landbúnaðarháskólans.

Birt:
Feb. 26, 2009
Tilvitnun:
Landbúnaðarháskóli Íslands „Lífrænum aukaafurðum breytt í verðmæti“, Náttúran.is: Feb. 26, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/02/26/lifraenum-aukaafuroum-breytt-i-veromaeti/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: