Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir málþingi um orkumál heimila og fyrirtækja í grænum apríl.
Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 14. apríl kl. 08:30-10:00.

Reykjavíkurborg tekur þátt í Evrópskum orkudögunum sem hafa það að markmiði að efla hagkvæma orkunýtingu og styðja nýtingu vistvænnar orku. Borgarbúar eiga góða möguleika á að spara orku á heimilum og í fyrirtækjum. Markmið málstofunnar
er því að miðla hugmyndun og aðferðum til orkusparnaðar og til að vekja almenna umræðu um orkunotkun á Íslandi.

Dagskrá:

08:30 Karl Sigurðsson formaður umhverfis- og samgönguráðs opnar málþingið
08:40 Skynsöm orkunýting - Þorvaldur Finnbogason Orkuveitu Reykjavíkur gefur nytsamlegar upplýsingar um sparnað á rafmagni og húshitun.
09:00 Kaffihlé
09.:20 Orkubókhald heimila - Sigurður Ingi Friðleifsson Orkusetri talar um orkusparnað og samgöngur.
09:40 Umræður
10:00 Málstofulok

Fundarstjóri: Ellý Katrín Guðmundsdóttir sviðsstýra Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar

Allir velkomnir!

Birt:
April 12, 2011
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Sparnaður orkar ekki tvímælis “, Náttúran.is: April 12, 2011 URL: http://www.nature.is/d/2011/04/12/sparnadur-orkar-ekki-tvimaelis/ [Skoðað:May 21, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: