Að gera sína eigin gróðurmold er ekki einungis umhverfisvænt og skemmtilegt heldur sparar það einnig öllum peninga. Sveitarfélagið þitt þarf að greiða minna fyrir urðun og þú sparar þér kaup á gróðurmold því moltan sem verður til í moltugerðarílátinu er dýrindis áburður „molta“ og grunnurinn að lífrænni gróðurmold í hæsta gæðaflokki.

Þeir sem einu sinni byrja á að safna lífræna úrganginum sínum í moltugerðarílát spyrja sig oft að því af hverju þeir hafi ekki byrjað á því löngu fyrr.

En það er aldrei of seint að byrja.

Íslenska gámafélagið býður nú upp á tilboð á snyrtilegu moltugerðaríláti, af stærð fyrir meðalfjölskyldu, og sem hentar vel í bakgarðinn. Sérstök ílát fyrir moltugerðina hafa það fram yfir venjulega trékassa að þau flýta fyrir niðurbroti því kassinn er einangraður sem gerir það að verkum að innihaldið hitnar. Ílátið kostar 19.900 krónur. Sjá nánar á vef Íslenska gámafélagsins.

Ein af þremur tunnum í þriggja flokka sorpflokkunarkerfi Íslenska gámafélagsins er brún tunna fyrir lífræna matarafganga en úr innihaldi brúnu tunnanna er einmitt framleidd molta. Þriggja flokka kerfið er nú þegar við lýði í tólf bæjarfélögum á landinu. Sjá nánar um þriggja flokka kerfið hér.

Grafík: Moltugerðarílát frá Íslenska gámafélaginu, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
July 30, 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vertu umhverfisvinur og búðu til þína eigin gróðurmold“, Náttúran.is: July 30, 2011 URL: http://www.nature.is/d/2011/04/29/vertu-umhverfisvinur-og-budu-til-thina-eigin-grodu/ [Skoðað:Feb. 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 29, 2011
breytt: July 30, 2011

Messages: