Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar sem eru á dagskrá yfir vetrartímann og er að jafnaði annan hvern miðvikudag kl. 15:15-16:00. Hrafnaþing hefur verið haldið allt frá árinu 2003.

Á Hrafnaþingi kynna stafsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi. Hrafnaþing er vettvangur fyrir umræður um náttúrufræði.

Fræðsluerindi á Hrafnaþingi eru opin öllum!

Á vormisseri 2011 eru áætluð 9 erindi og tvær gönguferðir. Nokkur erindanna fjalla um náttúrufar Urriðaholts, ný heimkynni Náttúrufræðistofnunar.

26.01. - Sigmundur Einarsson - Búrfellshraun, hraunið við Urriðaholt
09.02. - Starri Heiðmarsson - Íslenskar fjörufléttur af svertuætt
23.02. - Rannveig Thoroddsen og Guðmundur Guðjónsson - Gróður við Urriðavatn
09.03. - Borgþór Magnússon - Surtsey og gamlar úteyjar Vestmannaeyja
23.03. - Martha Raynolds - Searching for the effects of climate change on northern vegetation
06.04. - Kristinn P. Magnússon - Sameindaerfðafræði til að meta líffræðilega fjölbreytni
20.04. - Ólafur Karl Nielsen - Heilbrigði rjúpunnar
04.05. - Kristinn Haukur Skarphéðinsson - Geirfuglinn
18.05. - Ragnheiður Traustadóttir - Fornleifar í Urriðaholti - gönguferð á eftir
01.06. - Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar - Gönguferð um Urriðaholt

Hrafnaþing eru haldin í hinu nýja húsi Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, 3. hæð, frá kl. 15:15-16:00. Sjá Náttúrufræðistofnun og staðsetningu hér á Grænum síðum.

Einstaka Hrafnaþing birtast í Viðburðardagatali Náttúrunnar  hér til hægri á síðunni.

Birt:
Jan. 25, 2011
Tilvitnun:
Náttúrufræðistofnun Íslands „Hrafnaþing á vormisseri 2011“, Náttúran.is: Jan. 25, 2011 URL: http://www.nature.is/d/2011/01/25/hrafnathing-vormisseri-2011/ [Skoðað:June 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: