Vikulegar þriðjudagshjólaferðir Íslenska fjallahjólaklúbbsins hefjast í dag, þriðjudaginn 5. maí.  Þetta er ein af vinsælustu sumarperlum klúbbsins og hefur hópurinn sem kemur með út að hjóla stækkað og dafnað vel á síðustu árum. Í fjölmennustu ferðunum í fyrrasumar voru á bilinu 60 - 70 manns að hjóla saman.

Það verður lagt af stað kl. 19.00 frá aðalinngangi Fjölskyldu - og húsdýragarðsins. Þetta er ný r upphafsstaður og ný r upphafstími; við viljum nýta dagsljósið vel og leggja af stað frá einum af fallegustu stöðum borgarinnar.  Fyrsta ferðin verður á léttum nótum; við komum saman, skráum í þriðjudagshjólabikarbókina hverjir eru mættir og rúllum svo vestur í bæ um Fossvoginn og fáum okkur kaffi og vöfflur í klúbbhúsinu á Brekkustíg.

Allir sem hafa áhuga á að kynnast borginni á reiðhjóli eru hjartanlega velkomnir í þriðjudagsferðirnar.  Börn viljum við sjá í góðum félagsskap foreldra eða forráðamanna sinna og reynslan segir okkur að þetta eru einkar notalegar hjólaferðir um borg og bþ. Það er frítt í allar þriðjudagsferðir klúbbsins.

Í þessum ferðum fer einnig fram eina keppni félagsins; keppt er um mætingabikarinn. Sá sem á flestar mætingar í ferðir sumarsins færveglegan bikar í lokatúrnum í ágúst. Á síðasta ári var það Edda Guðmundsdóttir sem hneppti bikarinn. Hún kom í allar ferðirnar nema eina. Hún er nú í ferðanefnd klúbbsins. Edda kynntist klúbbnum fyrst á kynningu í Perlunni á Degi Umhverfisins 24. apríl í fyrra.

Sjá vef Íslenska fjallahjólaklúbbsins.

Birt:
May 5, 2009
Tilvitnun:
Íslenski fjallahjólaklúbburinn „Hjólaferðir í boði Íslenska fjallahjólaklúbbsins“, Náttúran.is: May 5, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/05/05/hjolaferoir-i-booi-islenska-fjallahjolaklubbsins/ [Skoðað:Sept. 13, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: