Eldgos og jökullEldgosið í Eyjafjallajökli er margfalt stærra en eldgosið í Fimmvörðuhálsi, segir Víðir Reynisson, sem stjórnar Samhæfingarstöð Almannavarna. Hann hefur eftir vísindamönnum um borð í TF-Sif að heildarlengd sprungunnar sé sennilega um tveir kílómetrar. Sprungan liggur í norður-suður. Flóðbylgja er á leið niður Markarfljótsaurana gamla brúin er komin á kaf. Til að reyna að bjarga nýju Markarfljótsbrúnni var Suðurlandsvegur rofinn austan við hana. Nánar á á vef Ríkisútvarpsins ruv.is.

Hægt er að fylgjast með gosinu á eldgos.mila.is auk þess sem fréttasendingunum er útvarpað reglulega bæði í útvarpi og sjónvarpi.

Viðvaranir frá Veðurstofu Íslands birtast hér til hægri á síðunni en á vef Veðurstofunnar vedur.is er hægt að skoða niðurstöður mælinga og fylgjast þannig með framvindu jarðhræringa samfara gosinu.

Birt:
April 14, 2010
Höfundur:
Ríkisútvarpið
Tilvitnun:
Ríkisútvarpið „Eldgos hafið í Eyjafjallajökli“, Náttúran.is: April 14, 2010 URL: http://www.nature.is/d/2010/04/14/eldgos-hafid-i-eyjafjallajokli/ [Skoðað:April 23, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 16, 2010

Messages: