Föstudaginn 27. apríl nk. stendur Vistbyggðarráð fyrir kynningarnámskeiði um DGNB sem er þýskt umhverfisvottunarkerfi fyrir byggingar. Námskeiðið verður haldið í Fógetastofu í Aðalstrætii frá kl. 9-12.

Ýmsir vilja halda því fram að þetta kerfi tilheyri 2. kynslóð  umhverfisvottunarkerfa fyrir byggingar og er þá vísað til þess að kerfið er í nokkuð umfangsmeira og tekur inn í fleiri þætti í vinnsluferlinu heldur en þau kerfi sem nú þegar eru í notkun. Í kerfinu  er lögð áhersla á stafræna gagnaöflun, samkeyrslu upplýsinga og samræmi við evrópska staðla og viðmið strax frá upphafi.  Kerfi þetta er hannað og rekið af, German Sustainable Building Council og mun fulltrúi frá þeim koma og kynna grunnatriði og helstu áherslur varðandi kerfið.

Haustið 2011 undirrituðu danska Vistbyggðarráðið (Green Building Council Denmark) samning við DGNB um danska útgáfu af kerfinu eftir mikla yfirlegu og að undangenginni samanburðarrannsókn á 4 kerfum, þar með talið DGNB.  En Danir eru enn sem komið er eitt norðurlandanna til að fara út í aðlögun á kerfinu.  Þessa dagana er verið að prufukeyra dönsku útgáfuna á nokkrar byggingar í Danmörku. Það verður afar  fróðlegt að fylgjast með reynslu Dana að þessu verkefni á næstu mánuðum, en nú eru fleiri lönd utan Þýskalands að taka upp DGNB og samhliða er unnið að þróun þess. Hér á landi hefur hins vegar breska umhverfisvottunarkerfið BREEAM verið mest notað af íslenskum aðilum þrátt fyrir að ekki sé enn búið að aðlaga það eða þýða og aðlaga íslenska útgáfu, eins og þegar hefur verið gert í Noregi að frumkvæði norska Vistbyggðarráðsins.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Dr.Frank Heinlein hjá DGNB, en hægt er að skrá sig á námskeiðið með tölvupósti á netfangið:vbr@vbr.is. Námskeiðið er öllum opið.

Sjá nánar um DGNB hér.

Birt:
April 19, 2012
Tilvitnun:
Sigríður Björk Jónsdóttir „Kynningarnámskeið DGNB, þýskt umhverfisvottunarkerfi fyrir byggingar“, Náttúran.is: April 19, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/04/19/kynningarnamskeid-um-dgnb/ [Skoðað:May 28, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: