Umhverfismálanefnd breska þingsins sakar fjármálaráðuneytið um viðvarandi metnaðarleysi og skort á hugmyndaflugi þegar kemur að mengunarsköttum. Ráðuneytið ætti að líta í ríkari mæli til þeirra meðmæla sem koma fram í Stern-skýrslunna að því er kemur fram á vef BBC.

Sérstaklega er litið til flugferða í þessu samhengi. Nefndin hefur bent á að ráðlegt væri að flokka tegundir millilanda- og innanlandsfluga í mismunandi flokka eftir lengd þeirra og haga skattlagningu grænna skatta í samræmi við það.

Nefndin telur að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, þurfi að setja umhverfismál á oddinn í næstu fjárlögum og miða að því að gera fólki auðveldara að gerast umhverfislega þenkjandi.

Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
March 6, 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Kallað eftir grænni skattlagningu“, Náttúran.is: March 6, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/03/06/kallao-eftir-graenni-skattlagningu/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: