Merki MenningarnæturDagskrá Menningarnætur var kynnt á blaðamannfundi sem haldinn var í strætisvagni sem ók um borgina í dag.
Þema Menningarnætur 2010 er Strætin óma, en með þeirri yfirskrift er markmiðið að hvetja borgarbúa til að fylla miðborgina af söng og hljóðfæraslætti, enda stendur á þessum tíma yfir norrænt baltneskt kóramót í borginni sem nær hápunkti á Menningarnótt.

Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, bauð farþega velkomna og sagði mikla vinnu liggja að baki skipulagningu Menningarnætur enda ein fjölsóttasta hátíð landsins. Jón Gnarr, borgarstjóri, hvatti borgarbúa til að skilja bílinn eftir heima og taka strætó enda verður frítt í strætó fyrir alla þennan dag og fram á nótt. Það ætti því ekki að vera vandkvæðum bundið að komast í miðborgina til að njóta dagskrárinnar sem í boði verður.

Skúli Gautason, verkefnisstjóri Menningarnætur, fór yfir helstu dagskrárliði og sagði dagskrána afar fjölbreytta. og að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sem dæmi má nefna að 54 kórar frá öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum verða á ferðinni um miðborgina og troða upp á götuhornum, í Tjarnarsal Ráðhússins, við Ferðamálastofu, á útitaflinu, í Þjóðleikhúsinu, í Hallargarðinum og Fógetagarði – hvar sem þeir koma staldra þeir við hefja upp raust sína. Allskyns önnur tónlist mun gleðja hlustir hátíðargesta, klassík, rokk, barnalög, söngperlur og jafnvel argasta pönk þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar um dagskrá Menningarnætur má sjá hér: www.menningarnott.is.

Hér á grænu Íslandskorti má sjá staðsetningu á öllum söfnum og menningarsetrum í Reykjavík og á landinu öllu s.s.: söfnum, listasetrum, menningarsetrum, stöðum og setrum tengdum íslenskum þjóðháttum og staði tengda sagnfræðilegum sérkennum o.fl.

Birt:
Aug. 17, 2010
Höfundur:
Reykjavik.is
Tilvitnun:
Reykjavik.is „Allir með strætó! - Menningarnótt 2010“, Náttúran.is: Aug. 17, 2010 URL: http://www.nature.is/d/2010/08/17/allir-med-straeto-menningarnott-2010/ [Skoðað:May 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Aug. 21, 2010

Messages: