Orð dagsins 5. maí 2008

Kvartanir vegna græný vottar í breskum auglýsingum voru fjórfalt fleiri á árinu 2007 en árið áður. Alls barst 561 kvörtun af þessum toga árið 2007, vegna 410 auglýsinga með staðhæfingum um umhverfislegt ágæti þess sem auglýst var.

Umkvörtunarefnin voru m.a. villandi fullyrðingar um takmarkaða losun gróðurhúsalofttegunda og óábyrg notkun hugtaka á borð við „sjálfbært“. Meðal annars var kvartað yfir auglýsingu frá Shell, þar sem blóm voru sýnd koma upp úr verksmiðjustrompi. Allmörg þessara mála enduðu með úrskurðum sem komu í veg fyrir áframhaldandi birtingu auglýsinganna.
Lesið frétt á Greenbiz.com 2. maí sl.

Birt:
May 5, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Grænþvottur undir smásjána“, Náttúran.is: May 5, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/05/05/graenthvottur-undir-smasjana/ [Skoðað:Feb. 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: