Orð dagsins 23. febrúar 2008.

Rúmlega 300 fyrirtæki í tískuiðnaðinum hafa undirritað yfirlýsingu sem miðar að því að draga úr neikvæðum áhrifum fatatískunnar á umhverfi og samfélag. Lord Philip Hunt, sjálfbærniráðherra Bretlands, kynnti þetta nýja samstarf á dögunum í tengslum við tískuvikuna í London. Samkvæmt opinberum tölum losar fataiðnaðurinn í Bretlandi árlega um 3,1 milljón tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið, framleiðir um 2 milljónir tonna af föstum úrgangi og skolar út 70 milljónum tonna af fráveituvatni. Árlega taka breskir urðunarstaðir við um 1,5 milljónum tonna af fatnaði sem eigendur kæra sig ekki um.
Lesið frétt EDIE sl. föstudag
og skoðið fatasíðu breska umhverfisráðuneytisins

Birt:
Feb. 23, 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „300 tískufyrirtæki taka höndum saman um að lágmarka umhverfisáhrif“, Náttúran.is: Feb. 23, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/02/23/300-tiskufyrirtaeki-taka-hondum-saman-um-ao-lagmar/ [Skoðað:Feb. 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Feb. 25, 2014

Messages: