Réttlætiskaffitímar á Norðurlöndum á morgun
Orð dagsins 19. október 2009
Á morgun milli kl. 8 árdegis og 8 síðdegis verða haldnir sérstakir réttlætiskaffitímar („Fairtrade kaffepauser“) á hinum Norðurlöndunum. Markmiðið er að fá sem flesta til að drekka réttlætismerkt kaffi og um leið að sem flestir bændur og landbúnaðarverkamenn í þróunarlöndunum njóti góðs af. Þátttakendur fá tvenns konar verðlaun. Annars vegar gefst þeim kostur á að sýna í verki stuðning sinn við siðræn viðskipti - og hins vegar taka þeir þátt í að bæta aðstæður kaffiræktenda. Jafnframt er þetta keppni á milli Norðurlandanna um að fá sem flesta til að taka þátt. Laust fyrir kl. 9 í morgun voru Svíar með forystu í keppninni, en þar hafði þá verið bókaður 1.401 réttlætiskaffitími með samtals 112.826 þátttakendum.
Lesið meira á heimasíðu keppninnar, www.fairtradechallenge.org
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Réttlætiskaffitímar á Norðurlöndum á morgun“, Náttúran.is: Oct. 19, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/10/19/rettlaetiskaffitimar-norourlondum-morgun/ [Skoðað:Sept. 20, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.