Haldið verður upp á alþjóðlega farfugladaginn á Álftanesi næstkomandi laugardag, 9. maí. Boðið verður upp á gönguferð og fuglaskoðun, leiðbeiningar um fuglaljósmyndun og ýmsar upplýsingar um fugla, ferðir þeirra og farleiðir og um náttúru Álftaness.

Umhverfisráðuneytið, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Sveitarfélagið Álftanes, Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness og Fuglavernd halda sameiginlega upp á daginn.

Dagskrá:

  • 13.00 – 16.00. Upplýsingastöð í Álftanesskóla. Aðgengilegar verða upplýsingar um fugla, flug og farleiðir þeirra, fuglalíf og náttúru á Álftanesi, friðlýsingu Skerjafjarðar og Álftaness og dagskrá farfugladagsins.
  • 13.00 – 14.00. Kynning á fuglaljósmyndun í Álftanesskóla. Félagar í Fuglavernd fara yfir helstu atriði við ljósmyndun fugla og veita grunn leiðbeiningar. Farið verður í stutta göngu að Kasthúsatjörn þar sem hugað verður að fuglaljósmyndun og nokkrar myndir teknar. 
  • 13.00 – 14.00.  Fuglaskoðun og leiðbeining um greiningu fugla við Bessastaðatjörn (við bílastæði hjá Bessastaðakirkju). Félagar í Fuglavernd leiðbeina og aðstoða þátttakendur við greiningu og fuglaskoðun. Gott er að mæta með sjónauka.
  • 14.20 - 16.00  Gönguferð og fuglaskoðun umhverfis Bessastaðatjörn í fylgd heimamanna og félaga úr Fuglavernd til að fræðast um Álftanes og til fuglaskoðunar. Lagt af stað frá Álftanesskóla.

Vefur alþjóðlega farfugladagsins, vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands, vefur Umhverfisstofnunar, vefur Fuglaverndar, vefur Bæjarfélagsins Álftanes.

Mynd: Nýorpinn hrossagauksungi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
May 4, 2009
Höfundur:
Umhverfisstofnun
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Alþjóðlegi farfugladagurinn 9. maí 2009“, Náttúran.is: May 4, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/05/04/althjoolegi-farfugladagurinn-9-mai-2009/ [Skoðað:Sept. 13, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: