Varúð! - Skelfiskur úr Hvalfirði er ekki ætur
Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að nýjustu mælingar á fjölda svifþörunga í sjósýnum úr Hvalfirði bendi til hættu á eitrun í skelfiski og er fólk því varað við að tína krækling.
Ef magn eitraðra svifþörunga er yfir viðmiðunarmörkum er veruleg hætta á að kræklingur og annar skelfiskur sé óhæfur til neyslu. Heppilegasti tíminn til skelfisktínslu er því á veturna og vorin.
Umhverfisstofnun tekur vikulega sýni í Hvalfirði, sem er vinsæll kræklingatínslustaður meðal fólks á höfuðborgarsvæðinu, en Hafrannsóknastofnun rannsakar sýnin. Fyrir þá sem að stunda kræklingasöfnun er bent á að niðurstöður mælinga eru birtar vikulega á ust.is og einnig á hafro.is .
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
July 23, 2007
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Varúð! - Skelfiskur úr Hvalfirði er ekki ætur“, Náttúran.is: July 23, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/07/23/skelfiskur-r-hvalfiri-ekki-lengur-tur/ [Skoðað:Sept. 13, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.