Nú er komið á markað færanlegt eldhús sem gengur fyrir sólarorku. Hönnuðir eldhússins eru starfsmenn argentíska stúdíósins Xcruza. Markmið hönnuðanna er að eldhúsið verði mikið notað í framtíðinni og hafi einnig jákvæð áhrif á nýtingu sólarorku.

Þó sólarorku-eldhús séu fáanleg í Evrópu og Bandaríkjunum þá hafa þau ekki verið fáanleg í Argentínu. "Tæknin á bak við eldhúsið er það einföld að hún gerir okkur kleift að framleiða það með litlum tilkostnaði, þó að tekið sé tillit til allra öryggisatriða, hreinlætis, notkunar og geymslu," segir hönnuðurinn Victoria Rique.

Eldhúsið er mjög einfalt í notkun. Hægt er að brjóta eldhúsið sundur og saman í 8 þrepum. Þegar búið er að brjóta saman eldhúsið er hægt að ferðast með það sem handtösku. Efnin sem eldhúsið er búið til úr eru eldvarin og einangra líka. Hægt er að hita við allt að 100oC hita.

Búið er að framleiða 100 eintök og 40 þeirra hafa þegar verið seld til Semado Tuerto í Santa Fe þar sem eldhúsin eru notuð í kennslu.

 

Frétt og mynd tekin af Treehugger.com
Birt:
Sept. 19, 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Sólarorku-eldhús“, Náttúran.is: Sept. 19, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/09/19// [Skoðað:Dec. 3, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Sept. 20, 2007

Messages: