Í frétt á vef Landverndar er fjallað um umsögn Umhverfisstofnunar varðandi virkjunar Hverfisfljóts:

Umhverfisstofnun telur að framkvæmdir vegna virkjunar Hverfisfljóts geti haft í för með sér umtalsverð sjónaræn áhrif og breytingar á ásýnd lands. Þetta kemur fram í umsögnum sem stofnunin sendi Skipulagsstofnun þegar unnið var að ákvörðun um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Í umsögnum sínum bendir Umhverfisstofnun á að framkvæmdin sé innan svæðis sem enn sé að mestu leyti óraskað og að svæðið sé viðkvæmt fyrir raski.

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum kemur m.a. fram að átta metra breið vegslóð muni raska Skaftáreldahrauni varanalega en 2 km leiðarinnar yrðu lagðir um úfið hraun og 4,5 km um sandoprið hraun. Umhverfisstofnun bendir í umsögn sinni á að þessar jarðmyndanir falli undir 37. gr. náttúruverndarlaga. Þá er bent á að stofnunin hafi lagt til að Skaftáreldahraun, ásamt jaðarsvæðum, verði firðlýst sem náttúruvætti enda sé um að ræða eitt mesta hraun sem runnið hefur á söglegum tíma og tengist jafnframt sögu og trú. Umhverfisstofnun telur að ný r vegur, allt að 7 km langur, muni skerða verndargildi hraunsins.

Landvernd bendir í þessu samhengi á að í lögunum eru nýir vegir utan þéttbýlis sem eru 10 km eða lengri án undantekinga háðir mati á umhverfisáhrifum. Hér hljóta menn að spyrja sig hvort rétt sé að leggja 7 km langan veg um Eldhraun, sem hefur afar hátt verndargildi, án þess að fram fari umhverfismat. Þegar vitað er að lögformlegt umhverfismat þarf að fara fram ef leggja á nýjan 10 km langan veg um svæði sem hefur enga sérstöðu og ný tur engrar sérstakrar verndar.

Umhverfisstofnun bendir á að fossar í Hverfisfljóti eru á skrá yfir fossa sem talið er æskilegt að vernda. Virkjunin mun ekki hafa mikil áhrif á útlit þeirra að sumarlagi. Á veturna geta áhrifin hinsvegar orðið umtalsverð þar sem rennsli árinnar hefur farið niður í 4 rúmmetra á sekúndu sem samsvarar áætlaðri vatnstöku virkjunarinnar. Umhverfisstofnun telur að æskilegt hefði verið að gera grein fyrir áhrifum á ásýnd fossanna miðað við mismundandi rennsli.

Sjá fyrri umsögn Umhverfisstofnunar.
Sjá seinni umsögn Umhverfisstofnunar.
Sjá frét um kæru Landverndar.
Sjá kæru Landverndar.

Myndin og fréttin eru af vef Landverndar. Myndin er af Lambhagafossi í Hverfisfljóti.

Birt:
July 23, 2007
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Hverfisfljót“, Náttúran.is: July 23, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/07/23/hverfisfljt/ [Skoðað:Feb. 29, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: July 24, 2007

Messages: