Í dag er vekjaraklukkan stillt á „Climate wake-up call“ um víða veröld en tilgangurinn er að fá þjóðir heims til að sameinast í átaki sem hvetja á þjóðarleiðtoga heims til ná samkomulagi um aðgerðaráætlun gegn loftslagsbreytingum á CP15 lofslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember næstkomandi.

Á Íslandi hefur verið tilkynnt um 6 uppákomur, tvær í Reykjavík, eina á Akureyri, eina á Neskaupstað, eina í Kópavogi og eina á ónefndum stað. Stærst verður sennilega uppákoman kl. 12:00 á Austurvelli, gamalkunnum stað fyrir uppákomur af ýmsu tagi. Ef einhverntíma var nauðsynlegt að vekja fólk af værum blundi, þá nú.

Sjá nánar um uppákomur á öllu landinu hér.

Birt:
Sept. 21, 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Allir vakni til vitundar um loftslagsvandann!“, Náttúran.is: Sept. 21, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/09/20/vaknio/ [Skoðað:Sept. 21, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Sept. 20, 2009

Messages: