Magakrampi er algengur meðal ungbarna, en vinna má gegn honum með jurtum. Lagið te með ¼ tsk af kamillu og 1/6 tsk af fennikku á móti einum bolla af vatni. Gefið barninu ½ tsk af þessu tei á 5 mínútna fresti uns versti krampinn er yfirstaðinn. Gefið síðan barninu ½ tsk á klukkutíma fresti uns bati er fenginn. Þegar barn fær magakrampa er gott að vefa ullar- eða bómullarklút um kvið barnsins til þess að halda hita á meltingarfærunum. Ef barn er á brjósti kemur það að fullum notum að móðirin taki inn jurtirnar. Hæfilegt er að hún drekki 4-5 bolla af kamillu- og fenikkutei á dag. Þannig drekkur barnið áhrif jurtanna í sig með móðurmjólkinni og auk heldur örva þær mjólkurframleiðslu hjá móðurinni.

Ljósmynd: Kamilla, eigin ræktun, Guðrún A. Tryggvadóttir

Birt:
April 21, 2012
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Magakrampi ungbarna“, Náttúran.is: April 21, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/13/magakrampi-ungbarna/ [Skoðað:May 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 13, 2007
breytt: April 21, 2012

Messages: