Skemmtilegt atvik hefur komið upp í dýragarði í Indonesíu. Tveir Sumötru tígrisdýraungar og tveir Urangutan apaungar sem allir voru yfirgefnir við fæðingu, eru orðnir óaðskiljanlegir eftir að hafa deilt saman herbergi í dýragarðinum.


"Fjórmenningarnir hafa verið við hlið hvers annars í heilan mánuð án þess að nokkur fjandskapur hefur átt sér stað á milli þeirra," segir Sri Suwarni starfsmaður dýragarðsins.

"Þetta er mjög óvenjulegt og slíkt myndi aldrei gerast í óbyggðum," segir Suwarni. "Þau eru eins og lítil börn - þau vilja bara leika."

Þessi óvenjulega vinátta mun þó að öllum líkindum vera stuttlíf, segir dýralæknirinn Retno Sudarwati, þar sem ungarnir munu fullorðnast og náttúruleg eðlisávísun þeirra mun fara að segja til sín. Tígrisdýr byrja að borða kjöt við þriggja mánaða aldurinn.

Indónesísk tígrisdýr og Urangutan apar eru bæði í útrýmingarhættu, vegna sífellt minnkandi kjörlendis þeirra.

Náttúruverndarsinnar áætla að það eru færri en 700 Sumötru tígrisdýr á lífi, á meðan Urangutan apar eru færri en 60.000. Um 90% af frumskóginum hefur verið eyðilagður vegna ólöglegs skógarhöggs og veiðiþjófnaða á Borneo og Sumötru eyjum.

Frétt og mynd af Environmentalgraffiti
Birt:
Sept. 27, 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Apar og tígrisdýr bestu vinir“, Náttúran.is: Sept. 27, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/09/26/apar-og-tgrisdr-bestu-vinir/ [Skoðað:Aug. 5, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Sept. 26, 2007
breytt: Sept. 27, 2007

Messages: