Orkuútrás með tvinnorkuver
Það er óhætt að segja að orðið tvinn- er mjög í tísku, komið af tvinnbílnum Toyota Prius sem hratt bylgjunni af stað. Nú er annað hugtak að grípa um sig, en það er orkuútrás. Hugmyndin er að fara út í hinn stóra heim og bora eftir gufu, helst í öllum heimsálfum. Það verður vonandi mikið að gera á þeim vettvangi næstu árin.
Gallinn er bara sá að jarðhiti ný tist afskaplega illa til raforkuframleiðslu og því ver sem hitastigið er lægra á gufunni. Nýtni gufuaflsins er háð hitastigi gufunnar og hitastigið á jarðhitagufu er aðeins frá 150°C til 350°C. Örfáum prósentum af þessari hitaorku er hægt að breyta yfir í raforku, hámark 12% við 350°C. Afganginn af hitaorkunni má reyna að nýta til húshitunnar. Ef þessar tölur eru bornar saman við kolakynnt gufuorkuver þá er ný tni þeirra frá 35% til 50%. Hæstu ný tni má fá með gaskynntum orkuverum eða 60%. Þá er gasið brennt í gastúrbínu áður en það fer í gufuhitarann. Þetta er ástæðan fyrir þeim mikla áhuga sem er á djúpborunarverkefninu, því þá fengist heitari gufa.
Í kolakynntu orkuveri er brunahólf klætt af með vatnsrörum. Eldurinn í brunahólfinu hitar upp vatnið í vatnsrörunum, vatnið sþður undir miklum þrýstingi og er leitt inn á gufutúrbínu. Í eldri gerðum af kolaorkuverum mátti vatnið ekki fara yfir 400°C. En með bættri þekkingu og aðferðum er hitastigið í dag komið upp yfir 600°C. Hærra hitastig þýðir hærri ný tni.
Hér vil ég koma með hugmynd:
Hvernig væri að fara í útrás með tvinn-orkuver. Samtengt kola og jarðvarmaorkuver. Það myndi fimmfalda raforkuframleiðsluna, nýting gufunnar til rafmagnsframleiðslu myndi aukast upp í 50% og nýting kolanna myndi tvöfaldast. Í stað kola væri líka hægt að nýta aðra valkosti, svo sem gas, brennanlegan úrgang (sjá grein um ruslahauga nútímans) eða sólarorku. Það væri mjög forvitnilegt reikningsdæmi að sjá hvernig ný tni og kostnaður myndi breytast við slíka samsetningu.
Höfundur er vélaverkfræðingur.
Birt:
Tilvitnun:
Einar Einarsson „Orkuútrás með tvinnorkuver“, Náttúran.is: Jan. 14, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2007/10/18/orkutrs-me-tvinnorkuver/ [Skoðað:Dec. 8, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Oct. 18, 2007
breytt: Jan. 14, 2008