Hormónabreytandi efni finnast í líkömum bandarískra unglingsstúlkna
Þalöt, parabenar, moskussambönd og triclosan voru meðal þeirra efna sem fundust í blóði og þvagi bandarískra unglingsstúlkna í ný legri rannsókn umhverfisverndarsamtakanna Environmental Working Group (EWG).
Tuttugu stúlkur á aldrinum 14-19 ára víða að úr Bandaríkjunum tóku þátt í rannsókninni, sem beindist að efnum sem algeng eru í snyrtivörum af ýmsu tagi. Leitað var að 25 mismunandi efnum. Á bilinu 10-15 efni fundust í hverri stúlku, þ.á.m. efni sem geta truflað hormónastarfsemi líkamans. Níu efni fundust í öllum stúlkunum, þ.á.m. metþlparaben og própþlparaben. Bandarískar stúlkur nota að jafnaði um 20 mismunandi tegundir af snyrtivörum dags daglega og komast þannig í beina snertingu við u.þ.b. 174 mismunandi tilbúin efni.
Lesið frétt dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu (IMS) sl. föstudag og frétt á heimasíðu EWG
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Hormónabreytandi efni finnast í líkömum bandarískra unglingsstúlkna“, Náttúran.is: Sept. 29, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/09/29/hormonabreytandi-efni-finnast-i-likomum-bandariskr/ [Skoðað:Oct. 5, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Oct. 28, 2008