Fjölmenni var í gær á fyrirlestri á vegum Umhverfisstofnunar. Fyrirlesari var Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir líffræðingur og þjóðgarðsvörður Þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum og flutti hún erindi sem bar yfirskriftina Náttúrutúlkun.

Náttúrutúlkun sem er bein þýðing á enska orðinu „nature interpretation“, vísar til þess sem kalla má óformlega fræðslu um náttúru og sögu. Í fyrirlestrinum fjallaði Stella um upphaf og sögu, grundvallaratriði, aðferðir, markmið og mikilvægi náttúrutúlkunar sem fræðigreinar.

 

Náttúrutúlkun hefur m.a. verið notuð af landvörðum á friðlýstum svæðum, en hugtakið var fyrst mótað í þjóðgörðum Bandaríkjanna á síðustu öld. Náttúrutúlkun er upplýsingamiðlun og kennsla, sem skapar tengsl milli gesta og umhverfisins, eykur þekkingu og áhuga og gefur hlutum merkingu og gildi í hugum gesta. Stella segir að mikilvægt sé að brúa bilið milli vísinda og almennings með náttúrutúlkun, það sé einföldun á annars flókinni sögu umhverfisins, en það krefjist mikillar þekkingar og undirbúnings ef nota á þessa aðferðafræði.
-
Fyrirlesturinn var sá fyrsti í röð fyrirlestra á vegum Umhverfisstofnunar. Næsti fyrirlestur verður þann 30. janúar en þar munu Zulema s. Porta og Brynhildur Briem fjalla um íblöndun bætiefna í matvæli.
-
Myndin er frá fundinum. Ljósmynd: Vala Smáradóttir.

Birt:
Jan. 17, 2007
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúrutúlkun - Fyrirlestraröð UST“, Náttúran.is: Jan. 17, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/03/16/natturutulkun/ [Skoðað:Sept. 16, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 16, 2007
breytt: April 30, 2007

Messages: