Orð dagsins 3. nóvember 2008.

Ákvörðun borgaryfirvalda í New York um auknar umhverfiskröfur til leigubílaflota borgarinnar var hnekkt í undirrétti sl. föstudag á þeirri forsendu að reglugerðir um útblástur frá bílum heyrðu undir alríkisstjórnina í Washington, en ekki einstakar borgarstjórnir. Ætlunin var að allir nýir leigubílar í New York yrðu að uppfylla skilyrði um 7 lítra hámarkseyðslu á hverja 100 km. Vonast var til að þetta myndi skapa fordæmi fyrir aðrar borgir. Nú þegar eru um 1.400 tvinnbílar í notkun sem leigubílar í New York, en hætt er við að dómsúrskurðurinn frá því á föstudag seinki frekari þróun í þá átt. Borgaryfirvöld í New York íhuga að áfrþja dómnum.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag   

Birt:
Nov. 3, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Auknum umhverfiskröfum til leigubíla hafnað í New York“, Náttúran.is: Nov. 3, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/11/03/auknum-umhverfiskrofum-til-leigubila-hafnao-i-new-/ [Skoðað:April 15, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: