Losun þrávirkna lífrænna efna
Ísland hefur skilað upplýsingum um losun þrávirkra lífrænna efna til Samningsins um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa. Umhverfisstofnun hefur gert skýrslu um helstu niðurstöður og aðferðafræði við mat á losun þessara efna á Íslandi á tímabilinu 1990 til 2006. Skýrslan er á ensku og kallast Informative Inventory Report - Iceland 2008, og er hún aðgengileg hér á síðunni.
Heildarlosun díoxíns á Íslandi var 11,3 g I-TEQ árið 1990. Árið 2006 var losunin 3,8 g I-TEQ og hefur því minnkað um 67% á tímabilinu. Þessa minnkun má einkum rekja til þess að mjög hefur dregið úr opinni brennslu úrgangs og brennslu úrgangs í lélegum brennsluþróm á tímabilinu. Losun PAH4 var 47,2 kg árið 1990. Árið 2006 var losunin 76,5 kg og hefur losunin því aukist um 62% á tímabilinu. Þessa aukningu má einkum rekja til framleiðsluaukningar í stóriðju, en einnig að hluta til aukinnar losunar frá samgöngum.
Birt:
July 20, 2008
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Losun þrávirkna lífrænna efna“, Náttúran.is: July 20, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/07/20/losun-thravirkna-lifraenna-efna/ [Skoðað:Sept. 11, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.