Mexíkóskar konur hafa stofnað samtök til verndunar skóga í Guerrero fylki í Mexíkó. Þessi samtök eru þó ekki ný leg því samtökin voru stofnuð árið 2001. Samtökin nefnast OMESP (Women´s Environmentalist Organisation of the Sierra of Petatlan) og er hlutverk þeirra að efla vistvænan og lífrænan landbúnað, koma í veg fyrir skógarelda, varðveita vatn og jarðveg, og standa að skógrækt og endurvinnslu.

Hópurinn hefur stækkað úr 12 í 90 meðlimi og árin 2003 og 2004 tókst þeim að planta meira en 175.000 rauðum sedrus trjám. Fræin útvegaði mexíkóski herinn. Nokkrir meðlimir samtakanna hafa komist að því að þær geta hagnast um ca 190.000 kr árlega með því að selja trjáfræ.

Stofnandi OMESP heitir Celsa Valdovinos en hún er eiginkona Felipe Arreaga skógarverndunarsinna, sem var fangelsaður og dæmdur fyrir manndráp árið 2004 sem hann framdi ekki. Eftir að hafa eytt 10 mánuðum í fangelsi var hann sýknaður og fékk frelsið sitt aftur 15. september árið 2005.

Umhverfisvernd í Mexíkó, sérstaklega sem viðkemur skógarvernd, hefur orðið mikil áhætta fyrir þá sem stunda slíkt. Grasrótarleiðtogar eru oft taldir vera ógn af jarðeigendum, dómurum, hernum og lögreglu.

Síðustu ár hafa nokkrir skógarverndunarsinnar orðið fyrir árásum og hafa jafnvel verið drepnir af þeim sem telja hagsmuni sína í hættu út af þessum "umhverfisverndarsinnum" og eru í samstarfi við spilltar löggur.

Frétt og mynd tekin af Treehugger

Birt:
Sept. 24, 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Ný kynslóð mexíkóskra skógarverndara“, Náttúran.is: Sept. 24, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/09/24/n-kynsl-mexkskra-skgarverndara/ [Skoðað:Dec. 3, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: