Jón  Gunnar Ottósson fjallar um Evrópusambandið og náttúruvernd á opnum fundi Græna netsins laugardaginn 6. júní á Glætunni. Aðalfundur fyrr um morguninn.
 
Að loknum aðalfundi Græna netsins laugardaginn 6. júní verður Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, framsögumaður um Evrópusambandið og náttúrvernd. Sjónum verður beint að því hvaða breytingum ESB-aðild ylli í náttúruverndarmálum, og öðrum umhverfismálum. Í EES-samningnum voru ESB-reglur um náttúruvernd undanskildar, og telja margir að Íslendingar væru komnir mun lengra í þeim efnum ef þeim hefði verið fylgt hérlendis. Fundurinn um ESB og náttúruvernd hefst á Glætunni, Laugavegi 19, uppúr kl. 11 á laugardagsmorgun.
 
Aðalfundur Græna netsins verður haldinn á sama stað fyrir umræðufundinn með Jóni Gunnari og hefst kl. 10.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, reikningar, stjórnarkjör, lagabreytingar o.s.frv. skv. 5. grein félagslaga. Félagar eru hvattir til að mæta stundvíslega – en reynt verður að hafa fundarstörf markviss vegna umræðunnar á eftir. Ljósmynd: Furubrum, Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
June 4, 2009
Höfundur:
Græna netið
Tilvitnun:
Græna netið „ESB og náttúruvernd“, Náttúran.is: June 4, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/06/04/esb-og-natturuvernd/ [Skoðað:May 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: