Grettishátíð er árlegur viðburður í Húnaþingi, sem verður nú haldin í 13. skipti helgina 8.-9. ágúst næstkomandi. Hátíðin er skemmtun heimafólks haldin til heiðurs kappanum Gretti sterka Ásmundarsyni. Fjölbreytt dagskrá er á hverju ári, sögustund að Bjargi, aflraunakeppni heimafólks, leikir fyrir börn, veitingar og ýmis önnur skemmtan, breytilegt á milli ára. 

Grettis saga er ævisaga Grettis Ásmundarsonar frá Bjargi í Miðfirði og er ein af þekktari Íslendingasögunum. Hún er talin rituð á 14. öld, er til í fjölda handrita, hefur verið prentuð margoft og þþdd á ýmis tungumál.

Sagan gerist að stærstum hluta á Norðurlandi vestra en einnig víðar á Íslandi og í Noregi. Sögutíminn spannar allt frá landnámi og fram á miðja 11. öld. Grettir var einn mesti kappi sögualdar og rammur að afli, bar m.a. naut á herðum sér, drap berserki og bjarndýr og sigraði loks drauginn Glám. Grettir var dæmdur í útlegð og var loks veginn í Drangey í Skagafirði eftir að hafa verið 19 ár í útlegð.

Grettis saga hefur oft verið gefin út og til í ýmsum útgáfum á nokkrum tungumálum. Hægt er að nálgast hana hér á íslensku.

Sjá Grettisból hér á Grænum síðum.

Birt:
July 24, 2009
Uppruni:
Grettisból
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grettishátíð 8.-9. ágúst“, Náttúran.is: July 24, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/07/24/grettishatio-8-9-agust/ [Skoðað:Sept. 12, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: