Dagur vatnsins - Betra vatn til framtíðar
Í tilefni af degi vatnsins verður haldin ráðstefna í Víðgelmi, Orkugarði við Grensásveg 9, þann 22. mars frá 13-16. Hinn árlegi dagur vatnsins er helgaður umræðu um sértæk viðfangsefni sem varða vatn og verndun vatnsauðlindarinnar. Viðfangsefnið í ár er að miðla upplýsingum um tækifæri og hættur sem varða vatnsgæði og stuðla að því að vatnsgæði skipi þýðingarmikinn sess í vatnsstjórnun. Markmið ráðstefnunnar er að vekja umræðu hérlendis meðal hagsmuna- og eftirlitsaðila um vatnsgæði og stjórnun vatnsauðlindarinnar.
Dagskrá:
13:00 Ávarp umhverfisráðherra - Svandís Svavarsdóttir
13:10 Vatnsgæði á Íslandi - Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar
13:30 Frumvarp til laga um stjórn vatnamála - Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu
13:50 Innleiðing vatnatilskipunar Evrópusambandsins - Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
Kaffihlé
14:30 Vatnsvernd, ógnanir og tækifæri - Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
14:50 Áætlanagerð og náttúruvá - Guðmundur F. Baldursson, skipulags- og byggingarfulltrúi Hveragerði
15:10 Neysluvatn sem matvæli - Guðjón Gunnarsson, fagsviðsstjóri Matvælastofnun
15:30 Þáttur vistkerfa í að viðhalda vatnsgæðum - Hlynur Óskarsson, sérfræðingur Landbúnaðarháskóla Íslands
15:50 Vatnsþankar - Gunnar Hersveinn, rithöfundur og heimspekingur
Fundarstjóri verður Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands.
Þátttaka er öllum opin en óskast tilkynnt til Veðurstofu Ísland, vatn@vedur.is eða í síma 522-6000.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Dagur vatnsins - Betra vatn til framtíðar“, Náttúran.is: March 21, 2010 URL: http://www.nature.is/d/2010/03/22/dagur-vatnsins-betra-vatn-til-framtioar/ [Skoðað:Sept. 11, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 22, 2010