Losun lesta og báta sett takmörk
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur frumkvæði að losunarsamdrætti
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna gaf í síðustu viku út strangar reglugerðir um losun gróðurhúsalofttegunda vegna báta og lesta. Dráttarbátum, ferjum, skemmtiferðaskipum og lestum verður skylt að nota vélbúnað og eldsneyti sem minnki sót um 90% og nituroxíð, skaðlega gróðurhúsalofttegund, um 80%.
Krafa er gerð um að nýjar vélar í þessar gerðir farartækja mæti öllum kröfum stofnunarinnar fyrir árið 2015, en það gæti tekið meira en 20 ár að skipta út eldri vélum þannig að þær mæti kröfunum, eftir því sem segir í frétt á heimasíðu GreenBiz.com. Tækni til að mæta ítrustu kröfum stofnunarinnar er ekki enn fyrir hendi að öllu leyti.
Jed Mandel, forseti samtaka vélaframleiðenda, sagði ákvörðun umhverfisstofnunarinnar gera iðnaðnum nokkuð erfitt fyrir. "En við erum tilbúnir að mæta áskoruninni. Það verður ekki auðvelt," sagði hann, og útskýrði að það væri flókið mál að koma fyrir háþróaðri tækni til að draga úr losun dísilvéla í skipum, meðal annars vegna aðstæðna á hafi úti.
Umhverfisverndarsamtök fögnuðu ákvörðun stofnunarinnar, en hún hefur á undanförnum vikum sætt gagnrýni fyrir slakar aðgerðir gegn svifryksmengun og fyrir að hafa ekki stutt nægilega við frumkvæði Kaliforníuríkis í samdrætti gróðurhúsalofttegunda. Stærri skip eru undaný egin nýju ákvörðuninni.
Mynd frá Viðskiptablaðinu. Myndatexti:
Þessi bandaríska kona verður að fylgjast vel með því hvernig bát hún kaupir sér næst, því vélbúnaður hans verður að mæta nýjum kröfum Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um minnkaða losun gróðurhúsalofttegunda.
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna gaf í síðustu viku út strangar reglugerðir um losun gróðurhúsalofttegunda vegna báta og lesta. Dráttarbátum, ferjum, skemmtiferðaskipum og lestum verður skylt að nota vélbúnað og eldsneyti sem minnki sót um 90% og nituroxíð, skaðlega gróðurhúsalofttegund, um 80%.
Krafa er gerð um að nýjar vélar í þessar gerðir farartækja mæti öllum kröfum stofnunarinnar fyrir árið 2015, en það gæti tekið meira en 20 ár að skipta út eldri vélum þannig að þær mæti kröfunum, eftir því sem segir í frétt á heimasíðu GreenBiz.com. Tækni til að mæta ítrustu kröfum stofnunarinnar er ekki enn fyrir hendi að öllu leyti.
Jed Mandel, forseti samtaka vélaframleiðenda, sagði ákvörðun umhverfisstofnunarinnar gera iðnaðnum nokkuð erfitt fyrir. "En við erum tilbúnir að mæta áskoruninni. Það verður ekki auðvelt," sagði hann, og útskýrði að það væri flókið mál að koma fyrir háþróaðri tækni til að draga úr losun dísilvéla í skipum, meðal annars vegna aðstæðna á hafi úti.
Umhverfisverndarsamtök fögnuðu ákvörðun stofnunarinnar, en hún hefur á undanförnum vikum sætt gagnrýni fyrir slakar aðgerðir gegn svifryksmengun og fyrir að hafa ekki stutt nægilega við frumkvæði Kaliforníuríkis í samdrætti gróðurhúsalofttegunda. Stærri skip eru undaný egin nýju ákvörðuninni.
Mynd frá Viðskiptablaðinu. Myndatexti:
Þessi bandaríska kona verður að fylgjast vel með því hvernig bát hún kaupir sér næst, því vélbúnaður hans verður að mæta nýjum kröfum Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um minnkaða losun gróðurhúsalofttegunda.
Birt:
March 19, 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Losun lesta og báta sett takmörk“, Náttúran.is: March 19, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/03/19/losun-lesta-og-bata-sett-takmork/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.